Enn einn sigur FH á KR í Vesturbænum

FH-ingar sækja að marki KR í leiknum í dag.
FH-ingar sækja að marki KR í leiknum í dag. mbl.is/Kristinn

FH sigraði KR, 2:1, í Landsbankadeild karla á KR-vellinum í dag en þetta var fyrsti leikurinn í 15. umferð. Tryggvi Guðmundsson og Matthías Guðmundsson komu FH í 2:0 en Guðmundur Reynir Gunnarsson minnkaði muninn fyrir KR.

Þetta er fimmta árið í röð sem FH leggur KR að velli í Vesturbænum. Á lokamínútunni fékk Bjarni Guðjónsson úr KR rautt fyrir að brjóta á Tryggva Guðmundssyni.

FH er þá komið með 34 stig á toppnum en Keflavík er með 30 stig og mætir ÍA á Akranesi annað kvöld. KR er áfram í 6. sætinu með 22 stig.

Lið KR:  Stefán Logi Magnússon, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Gunnlaugur Jónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Viktor Bjarki Arnarsson, Bjarni Guðjónsson, Gunnar Örn Jónsson, Jordao Diogo.
Varamenn: Kristján Finnbogason, Kristinn Jóhannes Magnússon, Atli Jóhannsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Ásgeir Örn Ólafsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Guðmundur Pétursson.

FH:  Gunnar Sigurðsson, Höskuldur Eiríksson, Dennis Siim, Tommy Nielsen, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason, Matthías Guðmundsson, Björn Daníel Sverrisson, Hjörtur Logi Valgarðsson.
Varamenn: Daði Lárusson, Ásgeir Gunnar Ágeirsson, Jónas Grani Garðarsson, Guðmundur Sævarsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Birkir Halldór Sverrisson, Viktor Örn Guðmundsson.

KR 1:2 FH opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka