Allt útlit var fyrir fyrsta sigur HK síðan í byrjun júní, þegar liðið gerði 1:1-jafntefli við Fylki á Kópavogsvelli í kvöld. Mitja Brulc kom HK yfir með marki úr vítaspyrnu á 66. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Ólafur Stígsson reif Idda Alkhag niður í vítateig Fylkis. Það var svo Þórir Hannesson sem tryggði Fylkismönnum stig með marki í uppbótatíma og lauk leiknum því 1:1.
HK er því sem fyrr á botni deildarinnar með 6 stig en Fylkir er í 10. sæti með 14 stig.
Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson, Finnbogi Llorens, Ásgrímur Albertsson, Erdzan Beciri, Hörður Árnason, Mitja Brulc, Finnur Ólafsson, Goran Brajkovic, Hörður Már Magnússon, Iddi Alkhag, Sinisa Valdimar Kekic.
Varamenn: Ögmundur Ólafsson, Hörður Magnússon, Ólafur V. Júlíusson, Almir Cosic, Rúnar Már Sigurjónsson, Aaron Palomares, Þorlákur Hilmarsson.
Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Andrés Már Jóhannesson, Ólafur Stígsson, Kristján Valdimarsson, Þórir Hannesson, Peter Gravesen, Haukur Ingi Guðnason, Valur Fannar Gíslason, Ian Jeffs, Halldór Hilmisson, Allan Dyring.
Varamenn: Jóhann Þórhallsson, Hermann Aðalgeirsson, Björn Aðalsteinsson, Ingimundur Óskarsson, Pape Mamadou Faye, Björn Orri Hermannsson, Kjartan Andri Baldvinsson.