Jóhann Berg fremstur jafningja

Jóhann Berg Guðmundsson með viðurkenningu sína.
Jóhann Berg Guðmundsson með viðurkenningu sína.

 Hinn sautján ára gamli Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðabliki þótti bera af öðrum leikmönnum í umferðum 8-14 í Landsbankadeild karla í knattspyrnu en tilkynnt var um valið eftir hádegið.

Hefur Jóhann farið á kostum undanfarna leiki og sérstaklega eftir að þjálfari hans færði hann úr stöðu vinstri kantmanns í framherjann fyrir fimm umferðum síðan.

Þjálfari umferðanna var valinn Milan Stefán Jankovic hjá Grindavík en annars er liðið í heild sinni svona: Stefán Logi Magnússon, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Björgólfur Takefusa úr KR, Arnar Grétarsson og Jóhann Berg úr Breiðabliki, Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson úr Keflavík og þeir Auðun Helgason Fram, Tryggvi Guðmundsson FH og Sigmundur Kristjánsson Þrótti.

Loks voru stuðningsmenn Grindvíkinga heiðraðir fyrir að vera með besta stuðninginn við sitt lið í umræddum umferðum.

Milan Stefán Jankovic var valinn besti þjálfarinn.
Milan Stefán Jankovic var valinn besti þjálfarinn.
Úrvalslið umferða 8-14.
Úrvalslið umferða 8-14.
Grindvíkingar fengu stuðningsmannaverðlaunin.
Grindvíkingar fengu stuðningsmannaverðlaunin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert