Keflvíkingar minnkuðu forskot FH á toppi Landsbankadeildarinnar niður í eitt stig þegar þeir unnu stórsigur, 4:1, á lánlausum Skagamönnum á Akranesi. Patrik Redo skoraði tvö af mörkum Keflavíkur og þeir Símun Samuelsen og Guðmundur Steinarsson gerðu sitt markið hver. Arnar Gunnlaugsson skoraði eina mark Akurnesinga sem sitja á botni deildarinnar.
Lið ÍA: Esben Madsen - Árni Thor Guðmundsson, Heimir Einarsson, Dario Cingel, Guðjón Heiðar Sveinsson - Þórður Guðjónsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Pálmi Haraldsson, Björn Bergmann Sigurðarson - Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Stefán Þór Þórðarson.
Varamenn: Trausti Sigurbjörnsson, Helgi Pétur Magnússon, Vjekoslav Svadumovic, Árni Ingi Pjetursson, Aron Ýmir Pétursson, Ragnar Leósson.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Kenneth Gustafsson, Hallgrímur Jónasson, Brynjar Guðmundsson - Jóhann B. Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Hans Mathiesen, Símun Samuelsen - Hörður Sveinsson, Guðmundur Steinarsson.
Varamenn: Magnús Þormar, Guðmundur Viðar Mete, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Magnús Þórir Matthíasson, Patrik Ted Redo, Þórarinn Brynjar Kristjánsson.