Annar sigur HK á Val

Almir Cosic skoraði sigurmark HK og hér er hann í …
Almir Cosic skoraði sigurmark HK og hér er hann í baráttu við Baldur Bett úr Val í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

HK gerði góða ferð á Vodafonevöllinn í kvöld þegar liðið lagði Val 1:0. Þetta er annar sigur HK-inga á tímabilinu. Sá fyrri var einnig gegn Valsmönnum. Eina mark leiksins skoraði Almir Cosic á 60. mínútu, með föstu skoti úr vítateignum. HK-ingar voru einum manni færri síðustu mínúturnar þar sem Goran Brajkovic fékk sitt annað gula spjald á 84. mínútu.

Með þessum sigri er HK komið úr botnsæti deildarinnar í fyrsta skipti í sumar, fór uppfyrir Skagamenn, og er nú sex stigum á eftir Fylki sem er í 10. sætinu. Tapið er hinsvegar mikið áfall fyrir Valsmenn sem eiga nú litla möguleika á að fylgja Keflavík og FH í  toppslagnum.

Valur: Kjartan Sturluson - Barry Smith, Atli Sveinn Þórarinsson, Baldur Bett, Helgi Sigurðsson, Henrik Eggerts, René Carlsen, Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur Benediktsson, Albert Brynjar Ingason, Rasmus Hansen.
Varamenn: Gunnar Einarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Einar Marteinsson, Baldur Þórólfsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Ágúst Bjarni Garðarsson.

HK: Gunnleifur Gunnleifsson - Ásgrímur Albertsson, Goran Brajkovic, Hörður Már Magnússon, Iddi Alkhag, Hörður Árnason, Hörður Magnússon, Finnbogi Llorenz, Almir Cosic, Sinisa Valdimar Kekic, Erdzan Beciri.
Varamenn: Þorlákur Hilmarsson, Ögmundur Ólafsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Hafsteinn Briem, Aaron Palomares, Damir Muminovic, Ólafur Valdimar Júlíusson.

Valur 0:1 HK opna loka
90. mín. Atli Sveinn Þórarinsson (Valur) á skot framhjá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert