Fylkir og Skagamenn skildu jafnir

Frá viðureign Fylkis og ÍA á Fylkisvelli.
Frá viðureign Fylkis og ÍA á Fylkisvelli. mbl.is/frikki

Fylkir og ÍA skildu jöfn, 2:2, í miklum fallslag í Landsbankadeild karla á Fylkisvelli í dag. Fylkir er þá kominn með 15 stig í 10. sætinu en Skagamenn fengu sitt fyrsta stig í 8 leikjum og eru með 8 stig í 11. sætinu. 

Ingimundur Óskarsson kom Fylki yfir en Stefán Þ. Þórðarson jafnaði fyrir ÍA á lokamínútu fyrri hálfleiks. Björn B. Sigurðarson kom ÍA yfir og Trausti Sigurbjörnsson markvörður Skagamanna varði síðan vítaspyrnu Vals Fannars Gíslasonar. En Valur Fannar náði loks að jafna fyrir Fylki, 2:2, á 85. mínútu.

Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Andrés Már Jóhannesson, Valur Fannar Gíslason, Ólafur Ingi Stígsson, Kristján Valdimarsson - Halldór Hilmisson, Ian Jeffs, Allan Dyring - Ingimundur Óskarsson, Jóhann Þórhallsson, Kjartan Ágúst Breiðdal.
Varamenn: Hermann Aðalgeirsson, Haukur Ingi Guðnason, Axel Ingi Magnússon, Orri Ólafsson, Pape Mamadou Feye, Davíð Þór Ásbjörnsson, Kjartan Andri Baldvinsson.

Lið ÍA: Trausti Sigurbjörnsson - Aron Ýmir Pétursson, Árni Thor Guðmundsson, Helgi Pétur Magnússon, Guðjón Heiðar Sveinsson - Jón Vilhelm Ákason, Arnar B. Gunnlaugsson, Pálmi Haraldsson - Þórður Guðjónsson, Stefán Þór Þórðarson, Björn B. Sigurðarson.
Varamenn: Esben Madsen, Vjekoslav Svadumovic, Dario Cingel, Árni Ingi Pjetursson, Guðmundur B. Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson, Ísleifur Örn Guðmundsson.

Fylkir 2:2 ÍA opna loka
95. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert