FH vann upp þriggja marka forskot Fjölnis

Tryggvi Guðmundsson sækir að marki Fjölnis í leiknum í kvöld.
Tryggvi Guðmundsson sækir að marki Fjölnis í leiknum í kvöld. mbl.is/hag

FH-ingum tókst með seiglu að næla sér í stig í Grafarvoginum í kvöld eftir að hafa lent þremur mörkum undir gegn Fjölnismönnum. Davíð Þór Viðarsson jafnaði fyrir FH, 3:3, þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Kristján Hauksson, Ólafur Páll Snorrason og Gunnar Már Guðmundsson komu Fjölni í 3:0 en Atli Guðnason, Tryggvi Guðmundsson og Davíð Þór Viðarsson svöruðu fyrir FH.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. 

Byrjunarlið Fjölnis: Þórður Ingason - Heimir Snær Guðmundsson, Kristján Hauksson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Magnús Ingi Einarsson - Pétur Georg Markan, Ágúst Þór Gylfason, Ólafur Páll Johnson, Gunnar Már Guðmundsson, Tómas Leifsson - Ólafur Páll Snorrason.

Varamenn: Gunnar Valur Gunnarsson, Aron Jóhannsson, Steinar Örn Gunnarsson, Davíð Þór Rúnarsson, Andri Valur Ívarsson, Geir Kristinsson, Kolbeinn Kristinsson. 

Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson - Höskuldur Eiríksson, Dennis Siim, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Davíð Þór Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson - Matthías Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Tryggvi Guðmundsson.

Varamenn: Daði Lárusson, Freyr Bjarnason, Jónas Grani Garðarsson, Atli Guðnason, Guðmundur Sævarsson, Atli Viðar Björnsson, Birkir Halldór Sverrisson. 

Fjölnir 3:3 FH opna loka
90. mín. Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) á skot framhjá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert