Fram sigraði Grindavík, 2:0, í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli í kvöld. Paul McShane skoraði fyrra markið og það síðara var sjálfsmark.
Fram er þá komið með 28 stig og í fjórða sæti deildarinnar en Grindavík er áfram með 24 stig í sjöunda sætinu.
Grindavík átti ekkert skilið fyrir sinn leik og sigur Fram verðskuldaður. Heimamenn sóttu aðeins til að byrja með en lögðu svo árar að mestu í bát á meðan gestirnir bættu sig stöðugt en unnu bara 2:0.
Lið Grindavíkur: Zankarlo Simunic, Marinko Skaricic, Scott Ramsay, Andri Steinn Birgisson, Jóhann Helgason, Eysteinn Húni Hauksson, Orri Freyr Hjaltalín, Zoran Stamenic, Giles Mbang Ondo, Bogi Rafn Einarsson, Jósef Kristinn Jósefsson.
Varamenn: Óskar Péturson, Óli Baldur Bjarnason, Aljosa Gluhovic, Alexander Veigar Þórarinsson, Michael J. Jónsson, Emil Daði Símonarson, Vilmundur Þór Jónasson.
Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Paul McShane, Auðun Helgason, Reynir Leósson, Heiðar Geir Júlíusson, Samuel Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Halldór Hermann Jónsson, Joseph Tillen, Ívar Björnsson, Jón Orri Ólafsson.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Ingvar Þór Ólason, Daði Guðmundsson, Viðar Guðjónsson, Örn Kató Hauksson, Jón Guðni Fjóluson, Almarr Örlygsson.