Viktor Bjarki í banni í kvöld

Viktor Bjarki Arnarsson sækir að Finni Orra Margeirssyni í leik …
Viktor Bjarki Arnarsson sækir að Finni Orra Margeirssyni í leik Breiðabliks og KR fyrr í sumar. mbl.is

Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Klukkan 18 mætast Fylkir og KR í Árbænum og klukkan 20 leika Fram og Fjölnir á Laugardalsvellinum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði nokkra af leikmönnum þeirra liða sem leika í kvöld í leikbönn á fundi sínumí gær. Hins vegar verður aðeins einn þessara leikmanna í banni í kvöld.

Leikbönn taka gildi frá og með hádegi næsta föstudag eftir að aga- og úrskurðarnefnd hefur fundað og gefið frá sér lista yfir bönn. Þetta á þó ekki við um rauð spjöld, því fái leikmaður rautt spjald er hann sjálfkrafa kominn í leikbann í næsta leik.

Þetta þýðir að þeir bræður, Joe og Sam Tillen mega leika með Frömurum í kvöld gegn Fjölni og eins má Ólafur Stígsson fyrirliði Fylkis leika með sínu liði gegn KR í kvöld. Hins vegar verður KR-ingurinn Viktor Bjarki Arnarsson fjarri góðu gamni, því þar sem hann fékk rautt spjald í leik KR og Keflavíkur í síðustu umferð deildarinnar, verður hann í banni í kvöld og raunar líka í næsta leik á eftir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert