Leifur hættur með Fylki

Leifur Garðarsson fyrrverandi þjálfari Fylkis.
Leifur Garðarsson fyrrverandi þjálfari Fylkis. mbl.is/Árni Sæberg

Leifi Sigfinni Garðarssyni var í dag sagt upp sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Fylki og sömuleiðis aðstoðarmanni hans, Jóni Þ. Sveinssyni. Leifur var á sinni þriðju leiktíð með Fylkisliðið en hann náði prýðilegum árangri með liðið síðasta sumar. Hins vegar hefur árangurinn þetta tímabilið vera langt því frá að vera ásættanlegur í Árbænum og var Leifur nú látinn taka pokann sinn.

Samkvæmt vefsíðunni fylkismenn.is munu þeir Páll Einarsson og Sverrir Sverrisson, fyrrum leikmenn liðsins taka við Fylki og stýra út þessa leiktíð. Páll hefur stýrt Hvöt frá Blönduósi frá því um mitt sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert