HK/Víkingur fallinn úr Landsbankadeildinni

Berglind Bjarnadóttir skoraði fyrir HK/Víking í dag.
Berglind Bjarnadóttir skoraði fyrir HK/Víking í dag. www.hk.is

HK/Víkingur er fallinn úr Landsbankadeild kvenna eftir að liðið náði aðeins jafntefli í dag þegar það þurfti á sigri að halda úr viðureign sinni við Breiðablik, 2:2. Von liðsins var veik fyrir leikinn en eitt stig úr leiknum í dag dugði ekki til því aðeins er ein umferð eftir af deildinni og fimm stigum munar á HK/Víkingi og Fylki sem er í 8. sæti.

Berglind Bjarnadóttir kom HK/Víkingi yfir á Kópavogsvelli en Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði og Blikar komust yfir á sjálfsmarki, 2:1. Lilja Dögg Valþórsdóttir jafnaði síðan fyrir HK/Víking á lokamínútu leiksins.

Von HK/Víkings var sú að vinna leikinn í dag og vænta þess að Keflavík tapaði fyrir Aftureldingu. Sú varð ekki raunin því Aftureldingarliðið beið annað skipbrot sitt í röð í deildinni þegar liðið tapaði, 6:1, fyrir Keflavík á Keflavíkurvelli.

KR fylgir Val sem skugginn fyrir síðustu umferðina eftir stórsigur á Fjölni á KR-vellinum, 7:1. Reyndar þurfa úrslitin í síðustu umferðinni að verða KR ævintýralega hagstæð til þess að liðið hrifsi Íslandsmeistaratitilinn úr höndum Valskvenna.

Þá skildu Stjarnan og Þór/KA jöfn í Garðabæ, 1:1.

Stöðuna í Landsbankadeild kvenna má sjá hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert