Markmiðið er að halda Fylki í efstu deild

Sverrir Sverrisson, nýráðinn þjálfari Fylkis.
Sverrir Sverrisson, nýráðinn þjálfari Fylkis. Jón Svavarsson

„Mér bauðst að taka við liðinu á fimmtudagskvöld og fékk smáumhugsunarfrest. Ég bý í Árbænum og er Fylkismaður út í gegn og hef séð alla heimaleiki liðsins í sumar. Þannig þetta var ekkert erfið ákvörðun,“ sagði Sverrir Sverrisson nýráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnuvið Morgunblaðið. Sverri til aðstoðar verður Finnur Kolbeinsson sem lék með Sverri hjá Fylki á sínum tíma og annar maður til sem Sverrir vildi ekki gefa upp strax.

„Það er alveg ljóst að það verða gerðar töluverðar breytingar. Við í þessu þjálfarateymi höfum ákveðnar hugmyndir um hvað þarf að laga og hvernig við viljum að liðið spili. Leikskipulagið mun eflaust breytast og það mun enginn leikmaður ganga að sæti sínu vísu í liðinu. Það verða allir settir undir sama hatt hjá mér, hvort sem þeir eru 35 ára eða 15 ára.“ Sverrir segist lítið þekkja til mannskaparins sem hann fær í hendur en sagðist þó þekkja Ólaf Stígsson og Val Fannar Gíslason frá því hann lék með þeim á sínum tíma.

Viðtalið við nýráðinn þjálfara Fylkis, Sverri Sverrisson, má lesa í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert