Valur með meistaratitilinn í höndunum

Dóra María Lárusdóttir hefur leikið mjög vel með Val í …
Dóra María Lárusdóttir hefur leikið mjög vel með Val í sumar. mbl.is

Valur er með meistaratitilinn í höndunum eftir sigur á Fylki, 5:1, í næstsíðustu umferð Landsbankadeildar kvenna á Fylkisvellinum í dag. Fyrir lokaumferðina skilja þrjú stig Val og KR að en KR-konur þyrftu að sigra Aftureldingu með um eða yfir 20 marka mun og Valur að tapa fyrir Stjörnunni til að titillinn færi í Vesturbæinn.

Á 15. mínútu smeygði Margrét Lára Viðarsdóttir sér í gegnum vörn Fylkis og skoraði.

Hallbera Guðný Gísladóttir bætti við öðru marki á 37. mínútu.

Margrét Lára fékk stungusendingu upp völlinn, lék á markvörðinn og skoraði sitt annað mark og þriðja Vals.

Rakel Logadóttir tók góða sprett upp vinstri kantinn og gaf fyrir á Margréti Láru, sem lék á markvörðinn og skoraði með skoti í stöng og inn.

Margrét Lára fékk góða sendingu fyrir markið en lagði boltann fyrir Kristínu Ýr Bjarnadóttur, sem skoraði af öryggi.

Í snöggri sókn Fylkis á 87. mínútu barst boltinn til Ruth Þórðardóttur, sem skaut úr vítateig, Ása Dögg Aðalsteinsdóttir markvörður Vals varði en hélt ekki boltanum svo boltinn rann yfir marklínuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert