Fram og FH spila seint

Atli Viðar Björnsson og Reynir Leósson takast á í fyrri …
Atli Viðar Björnsson og Reynir Leósson takast á í fyrri leik FH og Fram. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Leikur Fram og FH í Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefur verið settur á óvenjulegan leiktíma. Hann hefur verið færður fram um einn dag frá upphaflegu leikplani og verður spilaður í flóðljósunum á Laugardalsvellinum klukkan 21.

Ástæðan er sú að leikurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu og fyrr um kvöldið eru á dagskrá leikir í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu.

Leikur Keflavíkur og Breiðabliks, sem líka hefur verið færður fram um einn dag, verður hins vegar spilaður snemma þennan sama dag, eða klukkan 17.15.

Leikirnir tilheyra 20. umferð deildarinnar en hinir fjórir leikir hennar verða spilaðir fimmtudaginn 18. september og hefjast allir klukkan 17.15.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert