FH - Valur, 3:0, leik lokið

Úr leik FH og Vals á Kaplakrikavelli í dag.
Úr leik FH og Vals á Kaplakrikavelli í dag. mbl.is/Eggert

FH-ingar unnu öruggan sigur, 3:0, á Íslandsmeisturum Vals á Kaplakrikavelli í dag. Þar með geta Valsmenn alveg kvatt þann draum að verja Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. Í fremur daufum leik skoraði Tryggvi Guðmundsson tvö marka FH, bæði beint úr aukaspyrnum og Matthías Vilhjálmsson gerði eitt mark. Eftir sigurinn er FH með 38 stig, fimm færra en Keflavík sem einnig vann í dag, en FH-liðið á leik til góða. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson - Dennis Siim, Freyr Bjarnason, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Björn Daníel Sverrisson, Hjörtur Logi Valgarðsson.

Vararmenn FH: Daði Lárusson, Jónas Grani Garðarsson, Atli Guðnason, Guðmundur Sævarsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Brynjar Benediktsson, Birkir Halldór Sverrisson.

Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson - Barry Smith, Atli Sveinn Þórarinsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Baldur Bett, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Helgi Sigurðsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur Benediktsson, Rasmus Hansen.

Varamenn Vals: Ágúst  Bjarni Garðarsson, Steinþór Gíslason, Gunnar Einarsson, Einar Marteinsson, Baldur Þórólfsson, Henrik Eggert Hansen, Albert Brynjar Ingason. 

FH tekur á móti Val í dag í stórleik 19. …
FH tekur á móti Val í dag í stórleik 19. umferðar Landsbankadeildarinnar. mbl.is/Haraldur Guðjónsson
FH 3:0 Valur opna loka
90. mín. Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert