Keflvíkingar halda sínu striki í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Keflavík sigraði í dag Breiðablik 3:1 í 20. umferð á Sparisjóðsvellinum í Keflavík Keflavík er á toppnum með 46 stig eftir tuttugu leiki en FH-ingar eru með 38 eftir átján leiki. Breiðablik er í 6. sæti með 30 stig og er að dragast aftur úr í baráttunni um þriðja sætið sem gefur rétt til þáttöku í UEFA keppninni. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Byrjunarlið Keflvíkinga: Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Kenneth Gustafsson, Hallgrímur Jónasson, Brynjar Guðmundsson - Símun Samúelsen, Hólmar Örn Rúnarsson, Hans Mathiesen, Jóhann B. Guðmundsson - Guðmundur Steinarsson, Patrik Redo.
Byrjunarlið Blika: Kasper Jacobsen - Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Srdjan Gasic, Finnur Margeirsson, Kristinn Jónsson - Steinþór Freyr Þorsteinsson, Guðmundur Kristjánsson, Arnar Grétarsson, Jóhann Guðmundsson - Marel Baldvinsson, Kristinn Steindórsson.