Undanfarið hefur knattspyrnuáhugamönnum verið nokkuð tíðrætt um markvarðarstöðuna í íslenska karlalandsliðinu og sýnist sitt hverjum eins og gengur hver eigi að standa á milli stanganna.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur kosið að veðja á Kjartan Sturluson, markvörð Íslandsmeistara Vals, að verja mark landsliðsins.
Guðmundur Hilmarsson íþróttafréttamaður skrifar um markmannsmál landsliðsins í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og segir að Gunnleifur Gunnleifsson úr HK sé besti markvörður landsins og verðskuldi að fá tækifærið.