Dennis Siim í tveggja leikja bann

Dennis Siim, til hægri, leikur ekki með FH gegn Fylki …
Dennis Siim, til hægri, leikur ekki með FH gegn Fylki á laugardaginn. mbl.is/hag

Fjölmargir leikmenn úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu voru úrskurðaðir í leikbönn á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag. Daninn Dennis Siim úr FH ,sem átti að vera í leikbanni í leik FH og Keflavíkur í fyrradag, var einn þeirra en hann var úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Siim fékk annars vegar eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda en fjórða spjaldið sem hann fékk gegn Val gleymdist að skrá inn í gagnagrunn KSí og því var hann ekki úrskurðaður í leikbann í síðustu viku. Eftir leikinn við Val hefur Siim fengið tvö gul spjöld til viðbótar og hann fékk því annan leik til viðbótar í bann vegna sex gulra spjalda.

Siim er heimilt að spila með FH gegn Breiðabliki á morgun en verður ekki með FH gegn Fylki í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á laugardag og heldur ekki Tryggvi Guðmundsson sem var úrskurður í eins leiks bann vegna fjögurra áminninga.

Eftirtaldir voru úrskurðaðir 2ja leikja bann:

Dennis Siim, FH
Ólafur Ingi Stígsson, Fylki
Þórir Hannesson, Fylki
Bjarki Freyr Guðmundsson, Þrótti

Eftirtaldir voru úrskurðaðir í eins leiks bann:

Tryggvi Guðmundsson, FH
Ásgeir Aron Ásgeirsson, Fjölni
Gunnar Valur Gunnarsson, Fjölni
Óli Stefán Flóventsson, Fjölni
Heiðar Geir Júlíusson, Fram
Kjartan Ágúst Breiðdal, Fylki
Árni Ingi Pjetursson, ÍA
Helgi Pétur Magnússon, ÍA
Stefán Þór Þórðarson, ÍA
Bjarni Guðjónsson, KR
Helgi Sigurðsson, Val
Rasmus Hansen, Val
Sigurbjörn Hreiðarsson, Val
Sigmundur Kristjánsson, Þrótti

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka