Högnumst ekki á gervigrasinu

Stjarnan mun leika á gervigrasinu áfram.
Stjarnan mun leika á gervigrasinu áfram. mbl.is

Stjarnan úr Garðabæ tryggði sér um helgina rétt til að leika í efstu deild karla, Landsbankadeildinni, í knattspyrnu á næsta ári. Keppnisvöllur Stjörnunnar er lagður gervigrasi og verður þetta því í fyrsta sinn sem leikið er á gervigrasi í efstu deild hér á landi.

Gervigrasvöllum hefur fjölgað mjög hér á landi síðustu árin og sömu sögu er að segja frá fleiri löndum, sérstaklega þeim sem liggja norðarlega á jarðarkringlunni. Þannig eru ein fjögur lið í efstu deildum í Noregi og Svíþjóð með gervigrasvelli og eins hefur þeim fjölgað mjög í Rússlandi.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Bjarna Jóhannsson, þjálfara Stjörnunnar, sem segir að lið sitt hagnist ekki á gervigrasinu, og við Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóra KSÍ.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert