FH-ingar fengu afhentan Íslandsbikar karla í knattspyrnu fyrir stundu en FH varð meistari á ævintýralegan hátt í dag. Hafnarfjarðarliðið, sem var átta stigum á eftir Keflavík fyrir nokkrum dögum, vann Fylki, 2:0, á meðan Keflavík tapaði 1:2 fyrir Fram og fékk 47 stig gegn 46 hjá Keflavík. FH er meistari í fjórða sinn á fimm árum.
FH fer í forkeppni Meistaradeildar Evrópu sumarið 2009.
Keflavík og Fram leika í UEFA-bikarnum, eða Evrópudeildinni eins og keppnin mun heita frá og með næsta tímabili.
Bikarmeistararnir fara líka í Evrópudeildina en KR og Fjölnir mætast í úrslitaleiknum næsta laugardag.
Það kom í hlut HK og ÍA að falla niður í 1. deild en sæti þeirra taka ÍBV og Stjarnan.
Guðmundur Steinarsson úr Keflavík varð markakóngur Landsbankadeildar karla með 16 mörk. Björgólfur Takefusa úr KR skoraði 14 mörk og Tryggvi Guðmundsson úr FH var þriðji 12.