Heimir Guðjónsson: Gríðarlega stoltur af strákunum

Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH fagnar titilinum ásamt Tryggva …
Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH fagnar titilinum ásamt Tryggva Guðmundssyni. hag / Haraldur Guðjónsson

,,Þetta leit þannig út fyrir mér að þegar við töpuðum fyrir Fram þá var leikurinn við Keflavík upp á líf eða dauða og fyrir stolt okkar að láta Keflavík ekki taka titilinn á okkar heimavelli. Það besta sem kom fyrir okkur í þeim leik var að við skyldum vinna 3:2 og skora sigurmarkið á lokamínútunni. Eftir þennan leik komust mínir menn á bragðið og það var ekki aftur snúið," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, við mbl.is eftir að þeir höfðu verið krýndir Íslandsmeistarar í dag.

FH-ingar héldu frá Árbænum í Fjörukránna í Hafnarfirði þar sem mikil sigurhátíð verður í kvöld en FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn og það á síðustu fimm árum.

,,Við erum með besta liðið. Núna leikur enginn vafi á því og ég er gríðarlega stoltur af strákunum mínum,“ sagði Heimir Guðjónsson.

Sjá einnig: FH-ingar lyfta Íslandsbikarnum.

Davíð Þór Viðarsson: Einstök tilfinning.

Bein lýsing frá leiknum.

Kristján þjálfari Keflavíkur: Gríðarleg vonbrigði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert