Keflvíkingar töpuðu 2:1 fyrir Fram í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. FH-ingar hampa því Íslandsmeistaratitlinum en Keflvíkingar voru aðra hönd á bikarnum fyrir umferðina. Framarar hafa tryggt sér þriðja sætið sem gefur þeim rétt til þáttöku í UEFA bikarnum. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Kenneth Gustafsson, Hallgrímur Jónasson, Brynjar Guðmundsson - Jóhann B. Guðmundsson, Hans Mathiesen, Hólmar Örn Rúnarsson, Símun Samuelsen - Patrik Redo, Guðmundur Steinarsson.
Byrjunarlið Fram: Hannes Halldórsson - Daði Guðmundsson, Auðun Helgason, Reynir Leósson, Samuel Tillen - Ívar Björnsson, Halldór Hermann Jónsson, Ingvar Ólason, Paul McShane, Joe Tillen, Hjálmar Þórarinsson.
Keflavík | 1:2 | Fram | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Keflavík fær hornspyrnu | ||||
Augnablik — sæki gögn... |