Þeir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði HK, og Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður úr KR, urðu jafnir og efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í sumar.
Þeir fengu báðir samtals 19 M fyrir frammistöðu sína hjá íþróttafréttamönnum blaðsins, og spiluðu báðir 21 leik af 22 í sumar.