Gunnleifur og Guðjón efstir í einkunnagjöfinni

Gunnleifur Gunnleifsson varð efstur í einkunnargjöf Morgunblaðsins ásamt Guðjóni Baldvinssyni.
Gunnleifur Gunnleifsson varð efstur í einkunnargjöf Morgunblaðsins ásamt Guðjóni Baldvinssyni. mbl.is/hag

Þeir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði HK, og Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður úr KR, urðu jafnir og efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í sumar.

Þeir fengu báðir samtals 19 M fyrir frammistöðu sína hjá íþróttafréttamönnum blaðsins, og spiluðu báðir 21 leik af 22 í sumar.

Þetta er annað árið í röð sem Gunnleifur verður efstur í einkunnagjöfinni en í fyrra voru hann og Helgi Sigurðsson, sóknarmaður úr Val, efstir og jafnir. Morgunblaðið gaf leikmönnum einkunnir fyrir alla leiki eins og gert hefur verið um langt árabil. Til að fá eitt M þurftu þeir að sýna góðan leik, til að fá tvö M varð frammistaðan að vera mjög góð og þrjú M fengu þeir fyrir hreint frábæran leik.

Sjá ítarlega umfjöllum um alla tölfræðiþættina í Landsbankadeildinni í Morgunblaðinu í dag, bestu leikmenn í hverri stöðu ofl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert