„ÉG hef fullan hug á að halda áfram og ég veit ekki annað en það sé gagnkvæmur áhugi hjá forráðamönnum liðsins,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið í gær en Blikarnir enduðu tímabilið í áttunda sæti Landsbankadeildarinnar eftir tap í síðustu fjórum leikjunum.
Ólafur gerði tveggja ára samning við Kópavogsliðið í fyrra en eins og jafnan er þá eru í honum endurskoðunarákvæði.
„Við enduðum tímabilið ekki eins og við hefðum viljað en það er ekkert annað að gera en að spýta í lófana og byggja ofan á þá góðu hluti sem voru gerðir hjá okkur í sumar. Allir sérfræðingarnir sem eru þessa dagana að fella dóma yfir okkur verða okkur bara hvatning frekar en hitt,“ sagði Ólafur sem veitti mörgum ungum leikmönnum liðsins eldskírn í sumar og vöktu margir þeirra mikla athygli.
gummih@mbl.is