Fram kom einna mest á óvart í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í sumar. Þorvaldur Örlygsson stýrði liði sem síðustu ár hefur verið í fallbaráttu eða 1. deild til þriðja sætis á sínu fyrsta ári í Safamýrinni. Hann þakkar árangurinn meðal annars frábæru hugarfari leikmanna en kannski líka sundferðum klukkan sex á morgnana.
„Þegar maður tekur við liði sem hefur verið í miklu ströggli og fallbaráttu síðustu ár þá hlýtur fyrsta markmiðið að vera að fara inn í mót með nógu góðan hóp til að dragast ekki niður í þá baráttu. Maður hefur í raun ekki rétt á öðru,“ sagði Þorvaldur þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Þrátt fyrir að hafa rennt blint í sjóinn og látið nægja að setja stefnuna á að forðast fall var veiðin hins vegar ansi góð hjá Þorvaldi og hann þakkar það ekki hvað síst frábærum móral í leikmannahópnum.
Sjá ítarlegt viðtal við Þorvald í Morgunblaðinu í dag.