„Eins og sakir standa erum við að skoða málin og margir þjálfarar koma til greina enda framboðið gott,“ sagði Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis í knattspyrnu. Þar á bæ hyggjast menn ráða nýjan þjálfara fyrir meistaraflokkinn í þessari viku og er nafn Ólafs Þórðarsonar helst nefnt þar til sögunnar.
Hvorki vildi Hörður játa því né neita að Ólafur kæmi til greina en sjálfur sagði Ólafur að leitað hefði verið til sín fyrir viku en hann ekkert fregnað síðan. „Þeir voru að forvitnast um áhuga minn að á taka við Fylki og ég lýsti mig að sjálfsögðu áhugasaman um það enda gott lið í efstu deild og freistandi að taka við slíku félagi. En síðan hef ég ekkert heyrt meira.“