Valsmenn endurnýja ekki samninga við erlenda leikmenn

Íslandsmeistarar Vals verða að öllu óbreyttu án erlendra leikmanna á …
Íslandsmeistarar Vals verða að öllu óbreyttu án erlendra leikmanna á næsta ári. mbl.is/HAG

Knattspyrnudeild Vals hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við erlenda leikmenn kvenna- og karlaliða félagsins. Fjórir leikmenn voru á mála hjá kvennaliði félagsins í sumar og fimm hjá karlaliðinu.

Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson, yfirmaður afrekssviðs hjá Val, í samtali við mbl.is í dag. Leikmenn karlaliðsins sem um ræðir eru Skotinn Barry Smith og dönsku leikmennirnir Rene Carlsen, Rasmus Hansen, Dennis Bo Mortensen og Henrik Eggerts.

Leikmenn kvennaliðsins eru færeyski markvörðurinn Randi Wardum, Sif Rykær frá Danmörku, Sophia Mundy frá Bandaríkjunum og Vanja Stefanovic frá Serbíu. Þær eru nú allar staddar í Svíþjóð þar sem Íslandsmeistararnir leika í Evrópukeppninni næstu daga. Komist Valur áfram í keppninni segir Ótthar koma til greina að freista þess að halda þeim fjórum eitthvað lengur, en skynsemi verði að ráða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert