Páll Einarsson aðstoðar Ólaf

Páll var leikmaður Fylkis árin 2006 og 2007.
Páll var leikmaður Fylkis árin 2006 og 2007. mbl.is/Kristinn

Páll Einarsson, fyrrum leikmaður Landsbankadeildarliðs Fylkis, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Hann verður því Ólafi Þórðarsyni aðalþjálfara innan handar á næstu leiktíð.

Páll lék með liði Þróttar lungann af sínum ferli en skipti yfir til Fylkis árið 2006. Hann lagði síðan skóna á hilluna haustið 2007.

Í sumar tók hann við þjálfun Hvatar á Blönduósi og náði frábærum árangri með liðið sem endaði að lokum í fjórða sæti 2. deildar.

Fylkismenn hafa einnig ráðið Jón Þ. Sveinsson sem þjálfara 2. flokks karla en hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks hjá félaginu um árabil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert