Guðmundur Benediktsson til KR að nýju

Guðmundur í leik með KR, en hann mun brátt klæðast …
Guðmundur í leik með KR, en hann mun brátt klæðast treyju Vesturbæjarstórveldisins að nýju. mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson genginn til liðs við KR á nýjan leik, en hann hefur leikið með Val undanfarin fjögur tímabil.

„Þetta tók snöggt af. Samningurinn minn rann út um helgina og KR setti  sig í samband við mig og vildu vita hvort ég gæti hugsað mér að enda ferilinn þar sem ég var lengst af að spila. Það er erfitt að kveðja Val, eftir góð ár þar sem ég vann bikar-og Íslandsmeistaratitil,“ sagði Guðmundur við mbl.is, en önnur lið komu víst ekki til greina.

„Nei þetta gerðist mjög fljótt. Ég geri eins árs samning við KR, enda farið að síga á seinni hluta ferilsins og þá tjalda menn bara til einnar nætur í einu,“ segir Guðmundur og útilokar ekki að leggja skóna á hilluna eftir næsta tímabil.

„Já alveg eins. Ég verð bara að sjá til hvernig líkaminn verður. En ég býst við að fara út í þjálfun þegar ferlinum lýkur, það er erfitt að losna við þessa boltabakteríu,“ segir Guðmundur, sem væntanlega mun leysa Guðjón Baldvinsson af í framherjastöðunni, en hann var nýlega seldur til GAIS í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka