Höskuldur kveður FH

Höskuldur Eiríksson.
Höskuldur Eiríksson. mbl.is/Ásdís

Höskuldur Eiríksson er hættur að spila með Íslandsmeisturum FH í knattspyrnu en hann og forráðamenn Hafnarfjarðarliðsins komust í gær að samkomulagi um riftun samnings hans við félagið. Höskuldur var samningsbundinn FH-ingum fram í nóvember á þessu ári en hann gekk í raðir liðsins frá Víkingi fyrir síðustu leiktíð eftir dvöl hjá norska liðinu Viking þar sem hann varð fyrir slæmum ökklameiðslum. Höskuldur var mikið frá á síðustu leiktíð vegna meiðsla og kom aðeins við sögu í 7 af 22 leikjum FH-inga í Landsbankadeildinni.

Varnarmaðurinn gekkst undir kviðslitsaðgerð í vikunni.

Höskuldur er 28 ára gamall og hefur leikið samtals 53 leiki í efstu deild með KR, Víkingi og FH.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert