Marel hafnaði launalækkun í apríl

Marel Baldvinsson í leik með Blikum í fyrra sumar.
Marel Baldvinsson í leik með Blikum í fyrra sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Líkt og lesa mátti í miðvikudagsútgáfu Morgunblaðsins var knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson ósáttur við viðskilnað sinn við Breiðablik, en hann gekk á dögunum til liðs við Val. Í viðtalinu sagði hann það „haugalygi“ að hann hefði ekki viljað taka á sig launalækkun líkt og aðrir leikmenn liðsins, líkt og lesa mátti í fjölmiðlum.

„Ég var tilbúinn í að lækka gegn því að greiðslur myndu skila sér á réttum tíma en ekki mánuðum seinna eins og var allt síðasta ár,“ sagði Marel m.a. í viðtalinu.

Samkvæmt bréfi dagsettu 14. apríl, sem blaðamaður fékk afrit af í gær, er þó ljóst að Marel hefur hafnað tilboði frá knattspyrnudeild Breiðabliks um launalækkun á þeim tíma.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert