Valskonur unnu Meistarakeppnina

Rakel Logadóttir lyftir bikarnum eftir leikinn í kvöld.
Rakel Logadóttir lyftir bikarnum eftir leikinn í kvöld. mbl.is/hag

Íslandsmeistarar Vals sigruðu bikarmeistara KR, 2:1, í Meistarakeppni KSÍ í kvennaflokki en liðin mættust í Kórnum í Kópavogi í kvöld.

Rut Bjarnadóttir kom KR yfir strax á 5. mínútu og þannig var staðan framí miðjan síðari hálfleik. Þá jafnaði Katrín Jónsdóttir  fyrir Valskonur og þegar allt stefndi í framlengingu skoraði Guðný P. Þórðardóttir sigurmark Hlíðarendaliðsins, einni mínútu fyrir leikslok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert