Keflavík vann sætan sigur á Íslandsmeisturum FH í lokaleik 1. umferðar sem fram fór í Keflavík í kvöld. Leikið var í roki og rigningu, sem hafði nokkur áhrif á gæði leiksins.
FH-ingar voru meira með boltann framan af, en misstu fyrirliða sinn Davíð Þór Viðarsson, af velli með rautt spjald strax á 20. mínútu, þegar hann braut á Hauki Inga Guðnasyni, sem var við það að sleppa í gegnum vörn FH. Eftir það var leikurinn nokkuð kaflaskiptur, en eina mark leiksins gerði Hólmar Örn Rúnarsson á 54. mínútu, með skoti af stuttu færi.
Keflavík náði því að koma fram hefndum, að einhverju leiti, fyrir viðsnúninginn í fyrrasumar, þegar liðið missti Íslandsmeistaratitilinn í hendur FH í lokaumferðunum.
Lið Keflavíkur: Lasse Jörgensen, Guðjón Árni Antoníusarson, Alen Sutej, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Brynjar Örn Guðmundsson - Jóhann Birnir Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Simun Samuelsen - Haukur Ingi Guðnason, Magnús Sverrir Þorsteinsson.
Varamenn: Tómas Karl Kjartansson, Árni Freyr Ásgeirsson, Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þórir Matthíasson, Magnús Þór Magnússon, Hörður Sveinsson.
Lið FH: Daði Lárusson - Guðmundur Sævarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Pétur Viðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Davíð Þór Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Tryggvi Guðmundsson - Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Alexander Söderlund, Tommy Nielsen, Gunnar Sigurðsson, Guðni Páll Kristjánsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Örn Guðmundsson.