Sætur sigur Keflavíkur

Tryggvi Guðmundsson og Guðjón Ingi Antoníusson eigast við.
Tryggvi Guðmundsson og Guðjón Ingi Antoníusson eigast við. mbl.is/Frikki

Kefla­vík vann sæt­an sig­ur á Íslands­meist­ur­um FH í loka­leik 1. um­ferðar sem fram fór í Kefla­vík í kvöld. Leikið var í roki og rign­ingu, sem hafði nokk­ur áhrif á gæði leiks­ins.

FH-ing­ar voru meira með bolt­ann fram­an af, en misstu fyr­irliða sinn Davíð Þór Viðars­son, af velli með rautt spjald strax á 20. mín­útu, þegar hann braut á Hauki Inga Guðna­syni, sem var við það að sleppa í gegn­um vörn FH. Eft­ir það var leik­ur­inn nokkuð kafla­skipt­ur, en eina mark leiks­ins gerði Hólm­ar Örn Rún­ars­son á 54. mín­útu, með skoti af stuttu færi. 

Kefla­vík náði því að koma fram hefnd­um, að ein­hverju leiti, fyr­ir viðsnún­ing­inn í fyrra­sum­ar, þegar liðið missti  Íslands­meist­ara­titil­inn í hend­ur FH í lokaum­ferðunum. 

Lið Kefla­vík­ur: Lasse Jörgensen, Guðjón Árni Ant­oníus­ar­son, Alen Su­tej, Bjarni Hólm Aðal­steins­son, Brynj­ar Örn Guðmunds­son - Jó­hann Birn­ir Guðmunds­son, Hólm­ar Örn Rún­ars­son, Jón Gunn­ar Ey­steins­son, Simun Samu­el­sen - Hauk­ur Ingi Guðna­son, Magnús Sverr­ir Þor­steins­son.
Vara­menn: Tóm­as Karl Kjart­ans­son, Árni Freyr Ásgeirs­son, Ein­ar Orri Ein­ars­son, Boj­an Stefán Lju­bicic, Magnús Þórir Matth­ías­son, Magnús Þór Magnús­son, Hörður Sveins­son.

Lið FH: Daði Lárus­son - Guðmund­ur Sæv­ars­son, Ásgeir Gunn­ar Ásgeirs­son, Pét­ur Viðars­son, Hjört­ur Logi Val­g­arðsson - Davíð Þór Viðars­son, Matth­ías Vil­hjálms­son, Tryggvi Guðmunds­son - Matth­ías Guðmunds­son, Atli Viðar Björns­son, Atli Guðna­son.
Vara­menn: Al­ex­and­er Söder­lund, Tommy Niel­sen, Gunn­ar Sig­urðsson, Guðni Páll Kristjáns­son, Há­kon Atli Hall­freðsson, Björn Daní­el Sverris­son, Vikt­or Örn Guðmunds­son.

Kefla­vík 1:0 FH opna loka
skorar Hólmar Örn Rúnarsson (54. mín.)
Mörk
Spjöld
fær gult spjald Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5. mín.)
fær rautt spjald Davíð Þór Viðarsson (20. mín.)
fær gult spjald Hjörtur Logi Valgarðsson (44. mín.)
fær gult spjald Alexander Söderlund (81. mín.)
fær gult spjald Pétur Viðarsson (83. mín.)
mín.
94 Leik lokið
92 Alexander Söderlund (FH) á skot framhjá
91 Matthías Vilhjálmsson (FH) á skot framhjá
91 Einar Orri Einarsson (Keflavík) kemur inn á
91 Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) fer af velli
88 FH fær hornspyrnu
85 Guðmundur Sævarsson (FH) á skot framhjá
84 Hörður Sveinsson (Keflavík) á skot framhjá
Hörður kemst í ágætt færi vinstra megin í vítateig FH, en skot hans fer víðs fjarri.
83 Pétur Viðarsson (FH) fær gult spjald
Fyrir að handleika knöttinn.
82 Keflavík fær hornspyrnu
81 Alexander Söderlund (FH) fær gult spjald
Fyrir brot.
79 Hákon Atli Hallfreðsson (FH) kemur inn á
Hans fyrsti leikur í efstu deild.
79 Atli Viðar Björnsson (FH) fer af velli
79 Björn Daníel Sverrisson (FH) kemur inn á
78 Tryggvi Guðmundsson (FH) fer af velli
76 FH fær hornspyrnu
68 Atli Guðnason (FH) á skot sem er varið
67 Hörður Sveinsson (Keflavík) kemur inn á
67 Haukur Ingi Guðnason (Keflavík) fer af velli
65 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (FH) á skot framhjá
59 Keflavík fær hornspyrnu
59 Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot sem er varið
57 Sverrir Garðarsson (FH) kemur inn á
57 Ólafur Páll Snorrason (FH) fer af velli
56 Símun Samuelsen (Keflavík) á skot sem er varið
54 MARK! Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík) skorar
Hólmar Örn Rúnarsson skorar með vinstri fæti af stuttu færi inni í vítateig FH.
50
Engar breytingar eru á liðunum í síðari hálfleik og ljóst að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, teflir nokkuð djarft á miðsvæðinu, þar sem þeir Tryggvi Guðmundsson og Matthías Vilhjálmsson leika, en þeir eru kannski þekktari fyrir kúnstir sínar í framlínunni.
45 Leikur hafinn
45
Fyrri hálfleikur er tíðindalítill, utan rauða spjaldsins sem Davíð Þór Viðarsson hlaut hjá FH. Hvorugt liðið hefur tök á leiknum sem kalla mætti, enda skilyrðin fyrir fallegan fótbolta kannski ekki til staðar, sökum hvassviðris.
45 Hálfleikur
44 Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) fær gult spjald
Fyrir brot á Simun Samúelssyni.
42 FH fær hornspyrnu
41 FH fær hornspyrnu
35 FH (FH) á skot sem er varið
34 Jóhann B. Guðmundsson (Keflavík) á skot sem er varið
33 Atli Guðnason (FH) á skot sem er varið
Hættuleg sókn hjá FH þar sem Lasse Jögensen varði skot Atla Guðnasonar glæsilega.
32 FH fær hornspyrnu
25 Keflavík fær hornspyrnu
21 Keflavík fær hornspyrnu
21 Haukur Ingi Guðnason (Keflavík) á skot sem er varið
20 Davíð Þór Viðarsson (FH) fær rautt spjald
Davíð Þór Viðarsson togar niður Hauk Inga GUðnason sem var við það að sleppa í gegnum vörn FH.
12 Matthías Vilhjálmsson (FH) á skot framhjá
10 Alen Sutej (Keflavík) á skot framhjá
10 Keflavík fær hornspyrnu
7
Leikurinn fer rólega af stað og liðin reyna að fóta sig á hálum og blautum vellinum. FH-ingar halda þó boltanum betur þessar fyrstu mínúturnar og eiga beinskeyttari sóknir.
5
Ásgeir Gunnar fékk gula spjaldið fyrir brot á Magnúsi Þorsteinssyni, en hann var of seinn í tæklingu.
5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (FH) fær gult spjald
3 Keflavík fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
0
Haldin var einnar mínútu þögn áður en dómarinn flautaði til leiks, til að minnast tónlistarmannsins Rúnars Júlíussonar, sem lék með Keflavík á árum áður.
0
Markmaðurinn Lasse Jörgensen og varnarmaðurinn Alen Sutej leika báðir sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi, en Lasse er danskur og Alen er frá Slóveníu.
0
Dennis Siim og Freyr Bjarnason eru meiddir og því ekki í hóp hjá FH. Þá eru þeir Alexander Söderlund og Tommy Nielsen á bekknum, en þeir eru að jafna sig á meiðslum. Pétur Viðarsson er í byrjunarliðinu, en þetta er aðeins hans annars leikur í efstu deild.
0
Lið FH: Daði Lárusson- Guðmundur Sævarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Pétur Viðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson-Davíð Þór Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Tryggvi Guðmundsson-Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
0
Lið Keflavíkur: Lasse Jörgensen-Guðjón Árni Antoníusarson, Alen Sutej, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Brynjar Örn Guðmundsson-Jóhann Birnir Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Simun Samuelsen-Haukur Ingi Guðnason, Magnús Sverrir Þorsteinsson.
0
Keflvíkingar hafa lagt FH-inga á sínum heimavelli tvisvar á síðustu þremur árum en þeir unnu einnig árið 2006, þá 2:1. FH hefur hinsvegar sigrað þrisvar í síðustu fimm heimsóknum sínum til Keflvíkinga í efstu deild.
0
Keflavík og FH börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og þar hafði FH betur eftir dramatíska lokaumferð. Liðin unnu sinn leikinn hvort, Keflavík vann 1:0 á Keflavíkurvelli og FH vann 3:2 í Kaplakrika. Magnús S. Þorsteinsson skoraði öll mörk Keflavíkur í leikjunum tveimur en Atli Viðar Björnsson gerði tvö mörk fyrir FH í Kaplakrika og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eitt.
Sjá meira
Sjá allt

Keflavík: (M), .
Varamenn: (M), .

FH: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: FH 8 (3) - Keflavík 7 (5)
Horn: FH 5 - Keflavík 6.

Lýsandi:
Völlur: Sparisjóðsvöllurinn í Keflavík
Áhorfendafjöldi: 1272

Leikur hefst
11. maí 2009 19:15

Aðstæður:
Þónokkur vindur stendur af suð-austri og gengur á með skúrum. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru því ekki alveg kjörnar.

Dómari: Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert