„Aldrei rætt að spila inni“

Frá viðureign Keflavíkur og FH í slagviðrinu í Keflavík í …
Frá viðureign Keflavíkur og FH í slagviðrinu í Keflavík í fyrrakvöld. mbl.is/Hilmar Bragi

Spurningar hafa vaknað hvort ekki hafi komið til tals að láta leik Keflavíkur og Íslandsmeistara FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fara fram undir þaki í fyrrakvöld vegna slagveðurs.

Hann fór fram við slæm skilyrði í Keflavík en á sama tíma voru tveir leikir í 1. deild karla spilaðir innandyra á höfuðborgarsvæðinu og þrír af leikjunum sex í fyrstu umferð 1. deildar fóru fram í knattspyrnuhöllum.

,,Það hefði þá þurft að færa leikinn í Kórinn eða Egilshöll þar sem engin áhorfendaaðstaða er í Reykjaneshöllinni og völlurinn þar er ekki alveg í fullri stærð. Við höfum aldrei tekið þá umræðu að leikur í efstu deild karla fari inn í hús en það er kannski kominn tími á hana. Það kom aldrei til tals að fresta leiknum vegna veðurs. Leikvöllurinn var góður en auðvitað var hvasst og veðrið leiðinlegt,“ sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, í samtali við Morgunblaðið.

,,Við spilum óhikað undir þaki í 1. deildinni en það hafa farið fram leikir í deildinni í höllinni í Fjarðabyggð, Boganum, Kórnum og í Egilshöllinni og ég veit að Skagamenn hafa hugsað sér að ef það yrði brjálað veður á Akranesi á leikdegi hefðu þeir þann möguleika að flytja leikinn í Akraneshöllina,“ sagði Birkir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert