Önnur umferð hefst á Hásteinsvelli

Frá viðureign ÍBV og Fram á Laugardalsvelli á sunnudaginn.
Frá viðureign ÍBV og Fram á Laugardalsvelli á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í kvöld verður Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum, sem oft hefur verið kallaður besti grasvöllur landsins, vettvangur í efstu deild karla á nýjan leik. Eyjamenn eru mættir þar í slaginn á ný eftir tveggja ára fjarveru og taka á móti Breiðabliki í kvöld, í fyrsta leik annarrar umferðar.

Það voru einmitt Blikar sem síðastir aðkomuliða fögnuðu sigri á Hásteinsvelli í efstu deild en þeir lögðu ÍBV þar, 1:0, þann 18. júlí 2006. Þá skoraði Marel Baldvinsson sigurmarkið eftir sendingu Eyjamannsins Olgeirs Sigurgeirssonar.

Eyjamenn voru ósigraðir á heimavelli það sem eftir lifði sumars en það nægði ekki til að forða þeim frá falli. Í fyrra unnu þeir alla ellefu leiki sína á Hásteinsvelli í 1. deildinni en Reykjavíkurliðin Þróttur og Leiknir náðu bæði að fara með þrjú stig þaðan sumarið 2007.

ÍBV er án stiga eftir 0:2 ósigur gegn Fram á Laugardalsvellinum í fyrstu umferðinni á sunnudaginn en Blikar lögðu hinsvegar Þróttara, 2:1, og eru með þrjú stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert