Fyrstu stig Valsmanna en Fjölnismenn án stiga

Marel Baldvinsson er í byrjunarliði Vals í fyrsta skipti og …
Marel Baldvinsson er í byrjunarliði Vals í fyrsta skipti og fer hér framhjá Ágústi Þór Ágústssyni í Fjölni en Illugi Þór Gunnarsson (20) fylgist með. mbl.is/Kristinn

Valur og Fjölnir áttust við á Vodafonevelli Vals í kvöld í 2. umferð Pepsideildar karla í fótbolta. Valur sigraði 3:1 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 2:1. Valur tapaði 1:0 á útivelli gegn Fylki í fyrstu umferð og Fjölnir tapaði 2:1 á útivelli gegn KR. Fylgst var með gangi mála á mbl.is í beinni textalýsingu.

Lið Vals: Kjartan Sturluson -  Steinþór Gíslason, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Ólafur Páll Snorrason, Sigurbjörn Hreiðarsson, Ian Jeffs, Hafþór Ægir Vilhjálmsson - Marel Baldvinsson, Helgi Sigurðsson.

Lið Fjölnis: Þórður Ingason - Gunnar Valur Gunnarsson, Ólafur Páll Johnson, Geir Kristinsson, Vigfús Jósepsson - Magnús Ingi Einarsson, Illugi Þór Gunnarsson, Gunnar Már Guðmundsson - Tómas Leifsson, Jónas Grani Garðarsson, Ágúst Þór Ágústsson.

Átök á Hlíðarenda í kvöld. Valsmaður togar hressilega í Jónas …
Átök á Hlíðarenda í kvöld. Valsmaður togar hressilega í Jónas Grana Garðarsson, sóknarmann Fjölnis. mbl.is/Kristinn
Valur 3:1 Fjölnir opna loka
90. mín. Hermann Aðalgeirsson (Fjölnir) á skot framhjá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert