Góð endurkoma FH-inga

Hörð barátta í leik FH og Fram í kvöld.
Hörð barátta í leik FH og Fram í kvöld. mbl.is/Golli

Íslandmeistarar FH lönduðu sínum fyrsta sigri á leiktíðinni í kvöld þegar þeir unnu Fram 2:1 á Kaplakrikavelli í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Fylgst var með leiknum í textalýsingu á mbl.is.

Framarar komust yfir á 2. mínútu og virtist sem að um sjálfsmark Atla Guðnasonar væri þar að ræða. Tryggvi Guðmundsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og Atli Guðnason gerði sigurmarkið á 70. mínútu.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson - Guðmundur Sævarsson, Pétur Viðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Hákon Atli Hallfreðsson, Matthías Vilhjálmsson, Tryggvi Guðmundsson - Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.

Varamenn: Alexander Söderlund, Tommy Nielsen, Gunnar Sigurðsson, Guðni Páll Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Brynjar Benediktsson, Viktor Örn Guðmundsson.

Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson - Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Auðun Helgason, Samuel Tillen - Halldór Hermann Jónsson, Ingvar Þór Ólason, Heiðar Geir Júlíusson - Ívar Björnsson, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson. 

Varamenn: Viðar Guðjónsson, Hlynur Atli Magnússon, Grímur Björn Grímsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson, Ögmundur Kristinsson.

FH 2:1 Fram opna loka
90. mín. Matthías Vilhjálmsson (FH) fær gult spjald Fyrir brot.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert