„Þessi byrjun er lyginni líkust“

Arnar Már Björgvinsson hefur skorað 4 mörk í tveimur síðustu …
Arnar Már Björgvinsson hefur skorað 4 mörk í tveimur síðustu leikjum og geysist hér framhjá Tonny Mawejje og Yngva Borgþórssyni. mbl.is/Golli

„Þessi byrjun er lyginni líkust. Þetta er klárlega framar vonum, sérstaklega að við höfum gert 12 mörk til að ná í þessi níu stig,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 3:0 sigur á ÍBV í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, í gærkvöld.

 „Það er greinilega gríðarlegt hungur á bekknum hjá mér. Ég setti enn einn nýliðann inná í dag og er að reyna að skóla þá aðeins til og Arnar Már hefur nýtt sín tækifæri frábærlega,“ segir Bjarni.

En fær Arnar þá ekki að byrja inná næst? „Það kemur auðvitað til greina. En ef ég get stólað á að Arnar skori tvö mörk í öllum leikjum sem hann kemur inn á sem varamaður, þá fær hann aldrei að byrja leik hjá mér!

FH verður stærsta prófraunin okkar til þessa og vonandi höfum við unnið okkur inn það sjálfstraust sem þarf til að fara í Fjörðinn. En við tökum bara einn leik í einu. Öll markmiðasetning á Íslandi í dag, hvort sem það er í íþróttum eða viðskiptalífinu, fer hvort sem er til helvítis. Við reynum að þrauka maí og svo sjáum við til hvað við gerum í júní.“ trausti@mbl.is

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um leiki gærkvöldsins í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert