Kostic tekur við Grindavík - Jankovic aðstoðarmaður

Lúkas Kostic og Milan Stefán Jankovic á Grindavíkurvelli í kvöld.
Lúkas Kostic og Milan Stefán Jankovic á Grindavíkurvelli í kvöld. mbl.is

Lúkas Kostic er orðinn aðalþjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu en gengið var frá ráðningu hans nú undir kvöld samkvæmt heimildum mbl.is. Milan Stefán Jankovic, sem stýrt hefur Grindavíkurliðinu undanfarin, vildi stíga til hliðar en hann verður aðstoðarmaður Kostic og stjórna þeir saman fyrstu æfingu liðsins í fyrramálið.

Grindvíkingar hafa farið illa af stað í Pepsi-deildinni. Þeir sitja á botni deildarinnar án stiga en liðið hefur tapað fyrir KR, Stjörnunni og nú síðast Fjölni. Eftir leikinn gegn Fjölni fékk Milan Stefán brottvísun vegna mótmæla við dómara leiksins og á fundi aganefndar KSÍ var hann úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Lúkas Kostic er margreyndur þjálfari en hann hefur þjálfað fjögur lið í efstu deild, Þór, Grindavík, KR og Víking og þá hefur hann þjálfað yngri landsliðin, síðast U17 og U21 ára karlalandsliðin en samningur hans við KSÍ rann út um áramótin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert