Baldur skaut KR-ingum í toppsætið

Prince Rajcomar og Andrew Mwesingwa í baráttu í leik ÍBV …
Prince Rajcomar og Andrew Mwesingwa í baráttu í leik ÍBV og KR á Hásteinsvelli. mbl.is/Sigfús

Baldur Sigurðsson tryggði KR-ingum 1:0 sigur gegn Eyjmaönnum í Pepsi-deilld karla í knattspyrnu en liðin áttust við í Eyjum. Baldur skoraði sigurmarkið á 86. mínútu leiksins en leikurinn var í járnum og Eyjamenn síst lakari aðilinn. KR-ingar fóru með sigrinum í toppsæti deildarinnar en liðið hefur 10 stig. Eyjamenn sitja sem fyrr á botnum án stiga og hafa enn ekki skorað mark. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Andri Ólafsson, Yngvi Borþórsson, Pétur Runólfsson, Viðar Kjartansson, Andrew Mwesingwa, Tonny Majewe, Bjarni Rúnar Einarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Ajay Smith.

Byrjunarlið KR: Stefán Logi Magnússon, Grétar S. Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Atli Jóhannsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Prince Rajcomar, Jordao Diogo.

ÍBV 0:1 KR opna loka
90. mín. Nú er venjulegum leiktíma lokið, aðeins uppbótartími eftir og Eyjamenn leggja allt í sölurnar til að jafna og skora fyrsta mark ÍBV í sumar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka