Logi Ólafsson: Börðumst fyrir þessum sigri

Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson. mbl.is/Birmingham Post

Logi Ólafs­son, þjálf­ari KR-inga, var mun kát­ari með úr­slit leiks­ins en koll­egi hans hjá ÍBV en með sigr­in­um í Eyj­um skut­ust KR-ing­ar á topp Pepsi-deild­ar­inn­ar og taka á móti Íslands­meist­ur­um FH næsta fimmtu­dag.

„Við erum sátt­ir.  Við erum fyrst og fremst mjög ánægðir með að hafa knúið fram sig­ur.  Við börðumst fyr­ir þess­um sigri en ég vil hrósa Eyja­mönn­um fyr­ir þá bar­áttu sem þeir sýndu og þann fót­bolta sem þeir voru að reyna spila.  Það sem kom okk­ur mest á óvart var að þeir komu fram­ar á völl­inn en við átt­um von á og sköpuðu sér sín færi.

En sem bet­ur fer náði Stefán Logi að koma í veg fyr­ir að þeir skoruðu en þetta er yf­ir­leitt þannig að þú skap­ar þér þína eig­in heppni með mik­illi vinnu.  Grund­völl­ur­inn er auðvitað að halda mark­inu  hreinu og það gekk hjá okk­ur.“

Þið voru meira með bolt­ann í fyrri hálfleik en manni fannst vanta meiri slag­kraft fram á við hjá ykk­ur.  Hvað veld­ur því?
„Þegar við kom­umst í gegn­um fyrstu pressu Eyja­manna þá vor­um við allt of ákaf­ir, ætluðum að gera of mikið í einu í stað þess að vera ró­legri og yf­ir­vegaðri.  Vind­ur­inn hafði auðvitað sín áhrif, það er erfitt að senda ná­kvæm­ar send­ing­ar við svona aðstæður og allt hef­ur þetta áhrif á leik liðsins.“

Nú mætið þið FH í næsta leik.  Hvernig leggst sá leik­ur í þig?

„Við mun­um mæta jafn vel stemmd­ir í þann leik og þenn­an.  KR þarf að koma bet­ur út úr leikj­um sín­um gegn FH en við höf­um gert und­an­far­in ár.  Fjöldi leikja sem FH hef­ur unnið auðveld­lega gegn KR og von­andi verður leik­ur­inn bara skemmti­leg­ur.“

Frá viðureign ÍBV og KR í Eyjum í dag.
Frá viður­eign ÍBV og KR í Eyj­um í dag. mbl.is/​Sig­fús
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert