Stórsigur FH-inga á Stjörnunni

Úr leik FH og Stjörnunnar á Kaplakrikavelli í dag.
Úr leik FH og Stjörnunnar á Kaplakrikavelli í dag. mbl.is/Ómar

Íslandsmeistaralið FH gjörsigraði nýliða Stjörnunnar á Kaplakrikavelli í dag, 5:1. Sigurinn var síst of stór því undir lok leiksins áttu FH-ingar fjölmörg færi til að bæta við fleiri mörkum. Þar með er sigurgöngu Stjörnunnar lokið en þeir höfðu unnið fyrstu þrjá leikina í deildinni.

 Vendipunktur í leiknum var þegar Bjarni Halldórsson, markvörður Stjörnunnar, braut á Atla Viðari Guðnasyni innan teigs á 63. mínútu. Hann uppskar rautt spjald og FH fékk vítaspyrnu. Eftir það var um um einstefnu að ræða.

Viðtöl við þjálfara og leikmenn verða birt síðar í dag og ítarleg umfjöllun um leikinn í Morgunblaðinu á mánudag.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Pétur Viðarsson, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Davíð Þór Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason. Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson, Alexander Söderlund, Matthías Guðmundsson, Freyr Bjarnason, Hákon Hallfreðsson og Viktor Örn Guðmundsson.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Bjarni Þórður Halldórsson, Guðni Rúnar Helgason, Tryggvi S. Bjarnason, Daníel Laxdal, Hafsteinn Rúnar Helgason, Halldór Orri Björnsson, Birgir H. Birgisson, Björn Pálsson, Jóhann Laxdal, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Þorvaldur Árnason. Varamenn: Baldvin Guðmundsson, Magnús Björgvinsson, Andri Sigurjónsson, Bjarki P. Eysteinsson, Arnar Már Björgvinsson, Heiðar Atli Emilsson, Baldvin Sturluson.

FH 5:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert