Grindavík fékk fyrsta stigið að Hlíðarenda

Ian Jeffs með boltann í leiknum að Hlíðarenda
Ian Jeffs með boltann í leiknum að Hlíðarenda mbl.is/Kristinn

Valur og Grindavík skildu jöfn, 1:1, í lokaleik 4. umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Valsmenn sóttu linnulítið frá upphafi til enda en Grindvíkingar vörðust vel og beittu skyndisóknum. Scott Ramsay kom Suðurnesjaliðinu yfir beint úr aukaspyrnu á 16. mínútu og það var ekki fyrr en á 83. mínútu sem Valsmenn náðu að jafna metin. Marel Baldvinsson var þar á ferð og skallaði boltann í Grindavíkurmarkið af stuttu færi.

Lið Vals: Kjartan Sturluson - Steinþór Gíslason, Atli Sveinn Þórarinsson, Reynir Leósson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Ólafur Páll Snorrason, Sigurbjörn Hreiðarsson, Ian Jeffs, Baldur I. Aðalsteinsson, Helgi Sigurðsson, Marel Baldvinsson.
Varamenn: Guðmundur V. Mete, Baldur Bett, Hafþór Vilhjálmsson, Einar Marteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Viktor Unnar Illugason, Haraldur Björnsson.

Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson - Bogi Rafn Einarsson, Marko V. Stefánsson, Zoran Stamenic, Jósef K. Jósefsson, Ray Anthony Jónsson, Orri Freyr Hjaltalín, Óli Baldur Bjarnason, Scott Ramsay, Sveinbjörn Jónasson, Gilles Mbang Ondo.
Varamenn: Óli Baldur Bjarnason, Þórarinn Kristjánsson, Eysteinn Hauksson, Ingólfur Ágústsson, Emil Daði Símonarson, Vilmundur Þór Jónasson, Óttar Steinn Magnússon.

Bein textalýsing fer hér á eftir og í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið verður fjallað ítarlega um leikinn.

Valur 1:1 Grindavík opna loka
91. mín. Fyrsta stig Grindvíkinga í höfn en Valsmenn missa tvö dýrmæt stig á heimavelli. Þeir eru með 4 stig eftir 4 leiki sem er talsvert undir væntingum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert