Atli Guðnason tryggði Íslandsmeistaraliði FH 2:1 sigur gegn bikarmeistaraliði KR í 5. umferð Íslandsmótsins í fótbolta á KR-velli í kvöld. Sigurmarkið skoraði Atli á 87. mínútu en KR komst yfir á 58. nínútu með marki frá Bjarna Guðjónssyni. Matthías Vilhjálmsson jafnaði fyrir FH.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Heimir Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs FH gerir eina breytingu á liði sínu. Matthías Guðmundsson kemur inn í byrjunarliðið í stað Ásgeirs Ásgeirssonar.
Logi Ólafsson þjálfari KR gerir tvær breytingar á liðinu eftir 1:0 sigurleikinn gegn ÍBV. Atli Jóhannsson og Björgólfur Takefusa fara á varamannabekkinn og Gunnar Örn Jónsson og Mark Rutgers koma í þeirra stað.
Byrjunarlið KR: Stefán Logi Magnússon, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Óskar Örn Hauksson, Baldur Sigurðsson, Mark Rutgers, Gunnar Örn Jónsson, Prince Rajcomar, Jordao Diago.
Varamenn: Guðmundur Pétursson, Atli Jóhannsson, Björgólfur Takefusa, Guðmundur Benediktsson, Atli Jónasson, Höskuldur Eiríksson.
Byrjunarlið FH: Daði Lárusson, Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Davíð Þór Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason, Guðmundur Sævarsson, Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Björn Daníel Sverrisson, Hjörtur Logi Valgarðsson.
Varamenn: Alexander Söderlund, Freyr Bjarnason, Ásgeir Ásgeirsson, Tryggvi Guðmundsson, Gunnar Sigurðsson, Hákon Hallfreðsson, Viktor Guðmundsson.