Baráttusigur Eyjamanna í Grafarvogi

Ajay Leight-Smith kom ÍBV í 2:0.
Ajay Leight-Smith kom ÍBV í 2:0. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV skoraði sín fyrstu mörk í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið vann góðan baráttusigur á Fjölni, 3:1, í Grafarvoginum. Eyjamenn misstu tvo menn út af með rautt spjald í leiknum.

ÍBV komst yfir snemma leiks en missti mann af velli á 16. mínútu. Fjölni gekk illa að nýta sér það og Eyjamenn juku forskotið snemma í seinni hálfleik. Fjölnir minnkaði muninn en ÍBV skoraði síðasta markið og náði í sín fyrstu stig í sumar.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið Fjölnis: Þórður Ingason - Gunnar Valur Gunnarsson, Magnús Ingi Einarsson, Ragnar Heimir Gunnarsson, Vigfús Arnar Jósepsson - Ásgeir Aron Ásgeirsson, Ágúst Þór Ágústsson, Gunnar Már Guðmundsson - Aron Jóhannsson, Guðmundur Karl Guðmundsson, Tómas Leifsson.
Varamenn: Hrafn Davíðsson, Heimir Snær Guðmundsson, Illugi Þór Gunnarsson, Eyþór Atli Einarsson, Andri Valur Ívarsson, Geir Kristinsson, Hermann Aðalgeirsson.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson - Pétur Runólfsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andrew Mwesigwa, Matt Garner - Tonny Mawejje, Yngvi Magnús Borgþórsson, Andri Ólafsson, Bjarni Rúnar Einarsson - Gauti Þorvarðarson, Ajay Leight-Smith.
Varamenn: Christopher Clements, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Viðar Örn Kjartansson, Arnór Eyvar Ólafsson, Augustine Nsumba, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Fannar Stefnisson.

Fjölnir 1:3 ÍBV opna loka
90. mín. Viðar Örn Kjartansson (ÍBV) á skot framhjá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka