Áhorfendum á leikjum í úrvalsdeild karla í knattspyrnu hefur fækkað um 274 að meðaltali á leik, miðað við sama tíma og í fyrra. Vorið 2008 sáu 41.665 áhorfendur fyrstu 30 leiki deildarinnar en í ár eru þeir 33.441 á fyrstu 30 leikjunum.
Meðalaðsókn á leik í vor er samt yfir meðaltali síðasta árs í heild sinni. Núna hafa 1.115 manns að meðaltali mætt á hvern leik í deildinni en allt síðasta tímabil mættu að meðaltali 1.106 manns á hvern leik. Aðsóknin þá minnkaði því talsvert þegar leið á tímabilið.
Sex af þeim tíu liðum sem eru áfram í deildinni frá því í fyrra eru með betri meðalaðsókn nú en á síðasta tímabili og hjá FH hefur áhorfendum fjölgað um 200 manns að meðaltali á leik.
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um aðsóknina, fimmta umferð úrvalsdeildarinnar er gerð upp og lið umferðarinnar valið.