ÍBV þokaði sér úr fallsæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld með 3:1 sigri á Grindavík í Vestmannaeyjum. Gauti Þorvarðarson og Ajay Leight-Smith komu ÍBV í 2:0 áður en Gilles Mbang Ondo skoraði úr vítaspyrnu fyrir Grindavík rétt fyrir leikslok. Varnarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gulltryggði sigur ÍBV sem er með 6 stig eftir tvo sigurleiki í röð en Grindavík er í fallsæti með 4 stig. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson - Pétur Runólfsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andrew Mwesigwa, Matt Garner - Chris Clements, Andri Ólafsson, Yngvi Borgþórsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson - Gauti Þorvarðarson, Ajay Leight-Smith.
Varamenn: Viðar Örn Kjartansson, Arnór Ólafsson, Atli Guðjónsson, Augustine Nsumba, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Fannar Stefnisson.
Byrjunarlið Grindavíkur: Óskar Pétursson - Ray A. Jónsson, Zoran Stamenic, Bogi Rafn Einarsson, Jósef K. Jósefsson - Scott Ramsay, Jóhann Helgason, Marko V. Stefánsson, Orri Freyr Hjaltalín, Óli Baldur Bjarnason - Gilles Mbang Ondo.
Varamenn: Sveinbjörn Jónasson, Páll Guðmundsson, Eysteinn Hauksson, Benóný Þórhallsson, Emil Daði Símonarson, Vilmundur Jónasson, Óttar S. Magnússon.