Halldór tryggði Stjörnunni stig

Lasse Jörgensen markvörður Keflavíkur grípur boltann í leiknum í kvöld.
Lasse Jörgensen markvörður Keflavíkur grípur boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Víkurfréttir

Stjarnan og Keflavík skildu jöfn á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld, 1:1, þegar sjötta umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu fór fram. Hörður Sveinsson kom Keflavík yfir í fyrri hálfleik en Halldór Orri Björnsson jafnaði í uppbótartíma.

Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, fékk að líta rauða spjaldið á 83. mínútu í sínum 100. leik í efstu deild.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Byrjunarlið Keflavíkur: Lasse Jörgensen - Guðjón Árni Antoníusson, Alen Sutej, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Þ. Matthíasson, Jón Gunnar Eysteinsson, Símun Samuelsen, Magnús S. Þorsteinsson, Hörður Sveinsson, Haukur Ingi Guðnason.

Varamenn: Nicolai Jörgensen, Árni Freyr Ásgeirsson, Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þór Magnússon, Þorsteinn Atli Georgsson, Stefán Örn Arnarson.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Bjarni Þórður Halldórsson - Guðni Rúnar Helgason, Tryggvi Bjarnason, Daníel Laxdal, Hafsteinn Rúnar Helgason, Jóhann Laxdal, Björn Pálsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Birgir H. Birgisson, Halldór Orri Björnsson, Þorvaldur Árnason.

Varamenn: Magnús Björgvinsson, Andri Sigurjónsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Arnar Már Björgvinsson, Baldvin Sturluson, Ellert Hreinsson, Davíð Guðjónsson.

Keflvíkingar voru með fullt hús stiga á heimavelli fyrir leikinn …
Keflvíkingar voru með fullt hús stiga á heimavelli fyrir leikinn í kvöld. mbl.is/Kristinn
Keflavík 1:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) skorar Hafsteinn Rúnar sendi boltann fyrir markið frá vinstri kantinum og þar var Halldór Orri á fjærstönginni og nú skoraði kappinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert