Íslenskir knattspyrnuáhugamenn geta haft nóg fyrir stafni í kvöld því heil umferð verður leikin í úrvalsdeild karla, Pepsi-deildinni, og sex leikir á dagskránni. Fimm þeirra hefjast klukkan 19.15 en viðureign Fylkis og KR hefst klukkan 20.
Leikirnir eru þessir:
19.15 ÍBV - Grindavík á Hásteinsvelli í Eyjum
19.15 Fram - Breiðablik á Laugardalsvelli
19.15 FH - Fjölnir í Kaplakrika
19.15 Keflavík - Stjarnan á Sparisjóðsvellinum í Keflavík
19.15 Valur - Þróttur R. á Vodafonevellinum að Hlíðarenda
20.00 Fylkir - KR á Fylkisvelli
Stjarnan er á toppnum fyrir leiki kvöldsins með 12 stig en alls eiga fimm lið möguleika á að vera í forystuhlutverkinu að þeim loknum. FH er einnig með 12 stig og síðan koma KR, Fylkir og Keflavík öll með 10 stig.
Breiðablik og Valur sigla um miðja deild með 7 stig en síðan skila aðeins tvö stig að fimm neðstu liðin. Fram, Fjölnir og Grindavík eru með 4 stig, ÍBV með 3 og Þróttur er með 2 stig.
Þá fara fram sex leikir í 2. umferð VISA-bikarsins, bikarkeppni karla, og sigurliðin í þeim komast í 32ja liða úrslitin. Leikirnir eru:
14.00 Einherji - Huginn á Vopnafirði
15.00 Víðir - KFS í Garði
16.00 KB - KV á Leiknisvelli í Efra-Breiðholti
16.00 Ýmir - Víkingur Ó. í Fagralundi í Kópavogi
16.00 Skallagrímur - Haukar í Borgarnesi
17.00 KA - Dalvík/Reynir á Akureyrarvelli