Valsmenn unnu sigur á tíu Þrótturum

Úr leik Vals og Þróttar á Vodafonevellinum í kvöld.
Úr leik Vals og Þróttar á Vodafonevellinum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Valsmenn unnu baráttusigur, 2:1, á tíu Þrótturum í kvöld. Sigurmarkið skoraði gamli refurinn Sigurbjörn Hreiðarsson á 72. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Öðrum miðverði Þróttar var vikið af velli á 36. mínútu. Eftir það áttu Þróttarar erfitt uppdráttar.

Þróttar komust yfir á 30. mínútu þegar besti maður liðsins í leiknum, Dennis Danry, skoraði úr vítaspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Ólafur Páll Snorrason metin með skoti úr vítateignum.

Valsmenn réðu lögum og lofum allan síðari hálfleik og komust Þróttarar sjaldan yfir miðju og Haraldur Björnsson, markvörður Vals, þurfti afar lítið að beita sér.

Byrjunarlið Vals: Haraldur Björnsson - Guðmundur Viðar Mete, Steinþór Gíslason, Atli Sveinn Þórarinsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Ian Jeffs, Bjarni Ólafur Eiríksson, Ólafur Páll Snorrason, Marel Baldvinsson. 

Varamenn: Kjartan Sturluson - Reynir Leósson, Pétur Georg Markan, Baldur Bett, Helgi Sigurðsson, Einar Marteinsson, Viktor Unnar Illugason.

Byrjunarlið Þróttar: Sindri Snær Jensson - Runólfur Sveinn Sigmundsson, Hallur Hallsson, Birkir Pálsson, Haukur Páll Sigurðsson, Morten Smidt, Rafn Andri Haraldsson, Magnús Már Lúðvíksson, Dennis Danry, Kristján Ómar Björnsson, Jón Ragnar Jónsson.

Varamenn: Henryk Forsberg Boedker - Hjörtur Júlíus Hjartarson, Davíð Þór Rúnarsson, Skúli Jónsson, Andrés Vilhjálmsson, Ingvi Sveinsson, Þórarinn Máni Borgþórsson.

Marel Baldvinsson hefur farið mikinn með Valsmönnum að undanförnu.
Marel Baldvinsson hefur farið mikinn með Valsmönnum að undanförnu. mbl.is/Kristinn
Valur 2:1 Þróttur R. opna loka
90. mín. Venjulegum leiktíma er lokið og aðeins eftir sá tími sem Eyjólfur Kristinsson hefur bætt við. Valsmenn virðast hafa í höndunum þrjú stig.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert